Hver við erum
Við ræktendurnir, Hafdís og Óskar búum á Akureyri og eigum saman fjögur börn sem öll eru orðin stálpuð. Við höfum lengi verið í hundunum saman, meira og minna frá því við kynntumst árið 2006. En bæði ólumst við upp með hunda okkur við hlið. Við höfum lengst átt schafer hunda en einnig husky sem hafa kennt okkur margt í hundauppeldi og allskonar vinnu tengda þeim. Tveir af þeim komu með okkur út til Svíþjóðar þar sem við bjuggum í 6 ár og í framhaldinu eignuðumst við þar Kötlu.
Draumurinn um miniature schnauzer kviknaði eftir að við kynntumst tegundinni fyrst, en okkur þótti þetta vera nettur hundur sem þó hafði eiginleika stór hunds; öflugur, vinnusamur og geðgóður. Að vera stór fjölskylda sem elskar að ferðast er frekar auðvelt með þessa stærð af hundi eins og mini-schnauzerinn er.
Katla, schnauzerinn okkar, uppfyllir allar þessar væntingar okkar. Hún elskar að vera með í öllum ævintýrum innan- og utandyra, hvort sem það er hlaup, hlaupa með í reiðtúr, göngur eða skógarferðir. Hún hefur einnig fylgt með á fjöldan allan af kaffihúsum, veitingastöðum og vinnustaði. Heima er Katla rólegur og er einstaklega geðgóður hundur sem er gimsteinn okkar allra í fjölskyldunni (ásamt margra annarra sem til hennar þekkja).
Okkar markmið er fyrst og fremst að fá fram fallega og geðgóða hunda sem eru tegundinni til framdráttar, við fylgjum reglum HRFÍ og viljum vanda til verka þegar kemur að okkar hundum.
Verið velkomin með fyrirspurnir til okkar!