Heimferð
Nú er komið að því að fá hvolpinn ykkar heim; Til hamingju! Það er bæði yndislegur og líklegast krefjandi tími framundan. Það verður tómt hjá okkur en við vitum að þið munið hugsa vel um hundana og gefa þeim langt og gott líf.
Hér fáið þið smá upplýsingar um hvernig þið getið lagt góðan grunn fyrir hundinn ykkar, bæði sem hvolp og síðan sem fullorðinn. Ef það er eitthvað sem þið eruð að spá í eruð þið alltaf velkomin að heyra í okkur, hvort sem það er með skilaboðum eða í síma. Það gildir einnig með það ef þið getið ekki haft hundinn lengur af einhverjum ástæðum í framtíðinni, þá hjálpum við til með að finna nýtt heimili.
Bólusetning
Þegar þið sækið hvolpinn er hann grunn bólusettur einu sinni með Recombitek C4 bóluefni sem ver hvolpinn gegn fjórum veirusjúkdómum; hundapest, smitandi lifrarbólgu, smáveirusótt og hótelhósta. Auk þess hefur hann fengið ormalyf, er örmerktur og heilsufarsskoðaður af dýralækni.
Þegar hvolpurinn er síðan orðinn 12 vikna er kominn tími fyrir næstu bólusetningu með sama bóluefni.
Næsta bólusetning á að framkvæma um það leyti sem hundurinn er 1 árs, eftir það eru hundarnir með góða grunnbólusetningu.
Fóður
Þegar þið sækið hvolpinn borðar hann blautt Royal Canin puppy mini, þið fáið smá startkit frá þeim en síðan er hægt að kaupa fóðrið á nokkrum stöðum t.d. Gæludýr.
Sem nammi er hægt að nota hundamat eða eitthvað annað gott, fyrir unga hvolpa er gott að hafa það mjúkt nammi.
Ef þið viljið breyta um fóður er það best þegar hundarnir fara úr hvolpafóðri yfir í fullorðins, oftast í kringum 1 árs aldurinn og þá er gott að blanda nýja fóðrinu rólega út í það gamla og auka það smátt og smátt.
Mikilvægt er síðan að hundurinn hafi alltaf aðgang að fersku vatni.
Feldhirða
Eins og þið vitið nú þegar er mini-schnauzerinn tegund sem þarf að snyrta reglulega. Til að feldurinn á hundinum haldist í þokkalegu ástandi ætti að snyrta hann amk á 10 vikna fresti.
Fyrsta snyrting ætti að gerast seinast við 4 mánaða aldur.
Á milli snyrtinga eru nokkrir hlutir sem þið eigendur þurfið að gera ca einu sinni í viku. Kemba í gegnum allan hundinn með kamb (sjá heimasíðu) og ganga úr skugga að það séu engar flækjur. Síðan að nota ullargreiðuna, það þarf ekki að hræðast hana en það er næstum því ómögulegt að kemba of mikið. Nýtið endilega tækifærið og klippið klærnar við þessi tilfelli, þá þarf bara að taka lítið í einu. Það þarf einnig að klippa á milli þófanna, persónulega finnst mér best að nota rakvél þar.
Að verða húshrein
Fyrst og fremst er það ekki mögulegt fyrir hvolp að halda í sér jafn lengi og fullorðinn og það geta orðið nokkur slys heima áður en hvolpurinn verður húshreinn. Svona ættirðu að ná sem bestum árangri:
Farðu út með hvolpinn þegar hann vaknar og gott er að fara með hann alltaf á sama eða svipaðan stað utandyra. Farðu út með hvolpinn stuttu eftir að hann hefur borðað og síðan þegar hann hefur leikið góða stund og er að róast, getur einnig verið gott að fara með hann út.
Ef þú sérð hvolpinn pissa eða kúka innandyra, reyndu að bera hann rólega út og ef hann heldur áfram að gera þarfir sínar þar, hrósaðu honum. Það hjálpar ekki að skamma hvolpinn því hann skilur ekki hvað hann er að gera rangt. Fyrsta mánuðinn eða svo getur verið að hvolpurinn nái ekki að halda í sér alla nóttina, þannig ef þú vaknar með hvolpinum, lyftu honum upp og berðu hann út, en hvolpurinn pissar ekki þegar honum er lyft.
Hreyfing
Hvolpar þurfa ekki hreyfingu í formi af löngum göngutúrum. Þeir eiga heldur ekki að labba í marga klukkutíma þar sem það getur valdið skaða á sinum og liðböndum. Láttu hvolpinn hoppa eins mikið um og hann vill, láta hann leika með þig og etv aðra hunda í svipaðri stærð. Smátt og smátt getur maður aukið lengdina á göngtúrnum og þegar hvolpurinn er orðinn 6-7 mánaða getur hann gengið nokkra kílómetra. Ef maður hefur hugsað sér að hlaupa með hvolpinn gæti verið gott að bíða í tvo mánuði í viðbót.
Auðvelt er að hafa hvolpa lausa, því yngri sem hvolpurinn er, því viðbragðsfljótari og athugulli er hann á þig. Auðvitað notið þið taum við götur þar sem hvolpar geta létt fengið sýn á eitthvað áhugavert hinum megin við götuna, en gott er að reyna láta þá vera eins mikið lausa og hægt er. Byrjið sem allra fyrst með innkall og gefið smá nammi þegar hvolpurinn kemur. Ef hvolpurinn kemur ekki þegar þið kalli, reynið að vera aðeins skemmtilegri í augum þess eða setjist niður og klóra í jörðina. Ekki hlaupa eftir og ná í hvolpinn, farið frekar í hina áttina. Kallið á hvolpinn mörgum sinnum í göngutúrnum og gefið smá nammi, ekki bara þegar á að setja hann í taum.
Gott er að fela sig bakvið tré eða annað í göngutúrnum ef hvolpurinn er ekki að fylgjast með hvar þið eruð. Þannig lærir hann að fylgjast með hvar þið eruð öllum stundum. Sama gildir um ef hvolpurinn er kominn langt á undan, snúið við og byrjið að ganga í hina áttina. Hundurinn á að fylgjast með þér- ekki öfugt.
Að virkja hundinn
Það eru margar leiðir til þess að virkja hundinn sinn. Að fara í göngutúr með hundinn er oftast sjálfsagt fyrir alla hundaeigendur en til þess að hundur líði vel þarf hann stundum að fá að nota höfuðið og nefið. Hér koma nokkrir punktar sem er hægt að gera heima:
Fela nammi: Það getur maður gert bæði úti og inni. Inni er hægt að loka hundinn af í einu herbergi og fela nokkra nammibita í öðru. Þegar sleppt er út hundinum er hægt að segja sem dæmi leita eða finna. Í byrjun er gott að fela á einföldum stöðum og á því erfiðleikastigi sem hentar hundinum, síðan gera það erfiðara og erfiðara því duglegri sem hundurinn verður.
Úti er hægt að byrja með að hafa hundinn í bandi og kasta 3 nammibitum fyrir framan hundinn á frekar litlu svæði þannig að hundurinn sér en nær ekki. Síðan sleppir maður hundinum og segir t.d. leita eða finna, svo lengi sem að hundurinn er að vinna er maður hljóður en þegar hundurinn finnur nammið nægir það að segja t.d jéss, dugleg/ur eða fínt. Því duglegri sem hundurinn verður því stærra svæði getið þið notað. Síðar er hægt að geyma nammibita í trjáberki, ofan á steinum osfrv til að gera leitina erfiðari.
Spor: Flest allir hundar finnst gaman að spora og læra sig fljótt hvað þeir eiga að gera. Fyrsta skiptið er gott að það séu tvær manneskjur, einn heldur í meðan hundurinn sér að hinn aðillinn fer í burt en sér ekki hvert hann fer. Þegar aðilinn er búinn að fela sig er hundinum sýnt hvar aðilinn byrjaði og þá byrja flestir hundar um leið. I byrjun er mikilvægt að fara bara beint áfram og ekki mjög langt 25-30 metrar nægir. Þegar hundurinn kemur að aðilanum þá er hundinum lofað mikið og fær nammi eða leikfang. Þegar maður hefur gert þetta tvisvar sinnum með fínum árangri þá getur maður bundið hundinn og gert sporið sjálfur ásamt því að leggja nammi eða leikfang í lok sporsins, síðan tekur maður stóran krók til baka til þess að eiga ekki í hættu að fara í eða yfir sporið. Síðan sýnir maður hundinum hvar þú byrjaðir og hundurinn fær að spora. Því duglegri sem hundurinn verður, því lengri spor getur maður gert og því lengri tími getur liðið frá því að sporið er lagt þar til hundurinn fær að spora. Hugsið um að hundar verða mjög þreyttir af þessu, þannig ekki gera fleiri en tvö spor í hverju æfingar tilfelli.
Hversdagsæfingar: Hér er nóg að gera. Hoppa upp á steina, bekki, trjáboli osfrv. Þegar hundurinn fer vitlausu megin við staur, ekki toga í bandið í rétta átt en láttu frekar hundinn sjálfan leysa vandamálið með því að lokka hann smá til þín. Þau eru fljót að fatta!
Þá er einna mikilvægast við að eiga hvolp er umhverfisþjálfun; taktu hvolpinn með út um allt. Niðrá bryggju, inn í skóg, í margmenni, við vatn osfrv. Því meira því betra- og ef hann verður hræddur, gefðu honum tíma til að átta sig og gefðu nammi.
Sýningar
Hundasýningar fer maður á til að fá hlutlægt mat af sínum hundi frá þjálfuðum dómara. Þetta er ákveðinn stimpill og getur verið hjálp fyrir okkur ræktendur í framtíðinni til að sjá hvernig afkvæmi okkar hundur er að gefa af sér. Við erum mjög þakklát og hjálpum gjarna til ef þið hefðuð áhuga á að sýna ykkar hund. Ef þið viljið ekki sýna hann sjálf, þá getum við hjálpað við það.
Lítið heimaapótek
Það getur verið gott að eiga nokkra hluti heima
Tannbursti
Hitamælir getur verið stafrænn eða gamaldags rassamælir. Eðlilegur líkamshiti hunda er 38-39 gráður.
skæri
Naglaklippur
Gangi þér sem allra best með hvolpinn þinn og gleymið ekki að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða ef hundurinn verður veikur